Akureyrarvöku aflýstMynd: Facebook/Akureyrarbær

Akureyrarvöku aflýst

Bæjarhátíðinni Akureyrarvöku hefur verið aflýst. Akureyrarvöku átti að halda 27. til 29. ágúst næstkomandi en vegna sóttvarnarreglna og samkomutakmarkanna verður ekki hægt að hafa fjölmennar samkomur á afmæli bæjarins.

Í tilkynningu frá Akureyrarbæ segir að valdar byggingar í bænum verði þó lýstar upp með fallegum og skrautlegum hætti í tilefni afmælisins. Það verður nánar auglýst í næstu viku.

UMMÆLI