Akureyri á botninum eftir slæma útreið í Hafnarfirði

Akureyri er á botni deildarinnar þegar þrjár umferðir eru eftir.

Akureyri Handboltafélag situr eitt á botni Olís-deildar karla í handbolta eftir að liðið fékk slæma útreið á Ásvöllum þar sem Íslandsmeistarar Hauka léku við hvurn sinn fingur og unnu fjórtán marka sigur. Lokatölur 20-34.

Akureyri hélt í við heimamenn til að byrja með en staðan eftir 20 mínútur var 11-9. Þá settu Haukarnir í annan gír og breyttu stöðunni í 18-9 fyrir leikhlé.

Yfirburðir Hauka héldu áfram í síðari hálfleik en tvö rauð spjöld fóru einnig á loft í síðari hálfleiknum, eitt á hvort lið. Heimir Óli Heimisson, Haukum, fékk rautt spjald líkt og Róbert Sigurðsson hjá Akureyri.

Brynjar Hólm Grétarsson var markahæstur í liði Akureyrar með sex mörk og Kristján Orri Jóhannsson kom næstur með fimm.

Markaskorarar Akureyrar: Brynjar Hólm Grétarsson 6, Kristján Orri Jóhannsson 5, Igor Kopyshynskyi 2, Andri Snær Stefánsson 2, Mindaugas Dumcius 2, Róbert Sigurðsson 1, Patrekur Stefánsson 1, Friðrik Svavarsson 1.

Tomas Olason varði átta skot í marki Akureyrar og Arnar Þór Fylkisson eitt.

Markaskorarar Hauka: Adam Baumruk 7, Guðmundur Árni Ólafsson 4, Jón Þorbjörn Jóhannsson 4, Daníel Ingason 3, Þórður Guðmundsson 3, Heimir Óli Heimisson 3, Tjörvi Þorgeirsson 3, Elías Halldórsson 2, Ivan Ivkovic 2, Giedrius Morkunas 1, Hákon Styrmisson 1, Brynjólfur Brynjólfsson 1.

Giedrius Morkunas varði fjórtán skot í marki Hauka og Grétar Ari Guðjónsson tvö.

Sambíó

UMMÆLI