Intersand MaxCare 12 kg | Gæludýr.is

Akureyri fær sviðsljósið hjá einu stærsta dagblaði Bretlands

Akureyri fær sviðsljósið hjá einu stærsta dagblaði Bretlands

Löng grein um Akureyri var gefin út á vefsíðu breska dagblaðsins The Times nú á dögunum og hefur vakið talsverða athygli. Greinin ber titilinn „Iceland’s overlooked northern lights city, miles from the recent lava flow,“ sem á íslenski væri: Vanmetna norðurljósaborg Íslands, langt frá nýlegasta eldgosinu.

Ed, höfundur greinarinnar, lofar Akureyri á ýmsa vegu og leggur sérstaka áherslu á að leita uppi norðurljósin og hvalina. Þar að auki bendir hann á að beina flugið sem nú er hægt að fá milli Lundúna og Akureyrar geri ferðina einfaldari en nokkurn tíman áður.

Ed mælir með ýmsum hlutum sem hægt er að gera hér á Akureyri og virðist þekkja vel til staðhátta, en hann mælir með hádegismat á Greifanum, drykkjum á Græna Hattinum og ýmsu fleiru.

Greinina er hægt að lesa með því að smella hér.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó