Akureyri kynnt á Mannamótum

Markaðsstofur landshlutanna héldu hið svokallaða Mannamót fyrir samstarfsfyrirtæki sín í gær. Mótið fór fram í flugskýli Ernis við Reykjavíkurflugvöll.

Mannamót Markaðsstofanna er kynningarvettvangur ferðaþjónustunnar á landsbyggðinni og tækifæri til að koma á fundum fagaðila í greininni. Tilgangurinn er að kynna landsbyggðarfyrirtæki fyrir ferðaþjónustuaðilum á höfuðborgarsvæðinu. Þetta er fimmta árið í röð sem Mannamót er haldið.

Alls tóku yfir 200 sýnendur frá öllu landinu þátt í Mannamóti að þessu sinni. Akureyrarstofa og nokkur ferðaþjónustufyrirtæki í bænum fóru suður til að kynna það sem er í boði fyrir ferðafólk á Akureyri og nágrenni. Mannamót er mikilvægur vettvangur fyrir fólk í ferðaþjónustu og ekki síst þá sem eru að byrja rekstur og þurfa að koma þjónustu sinni og vöru á framfæri.

 

UMMÆLI