Prenthaus

Akureyri mætir FH – Þór fékk heimaleik gegn Tindastóli

cvsnq6wwiaa8rle

Stórleikur í Höllinni í 16-liða úrslitum

Í dag var dregið í 16-liða úrslit bikarkeppninnar, bæði í handbolta og körfubolta og fengu öll þrjú Akureyrarliðin sem voru í pottinum heimaleiki.

Það verður nágrannaslagur í 16-liða úrslitum Maltbikarsins í körfubolta því Þórsarar fengu heimaleik gegn Tindastóli en bæði liðin leika í efstu deild og ljóst að um hörkuleik verður að ræða.

Liðin mættust í 2.umferð deildarkeppninnar á Sauðárkróki þar sem heimamenn unnu sigur eftir spennandi leik.

16-liða úrslit Maltbikars karla

Njarðvík b – Höttur
Keflavík – Þór Þorlákshöfn
Valur – Skallagrímur
FSu – Sindri
Grindavík – ÍR
Haukar – Haukar b
Þór Akureyri – Tindastóll
KR – Fjölnir


3

Halldór Jóhann mætir með sína menn í KA-heimilið

Í handboltanum dróst Akureyri á móti FH en bæði lið leika í efstu deild og mættust nýverið í deildinni en þá lauk leiknum með jafntefli.

Akureyri 2 var einnig í pottinum og fær aðallið Vals í heimsókn. Sannarlega verðug verkefni hjá handboltaliðunum.

Leikið verður 4. og 5.desember.

16-liða úrslit Coca-Cola bikars karla

ÍR – Afturelding
HK – Stjarnan
ÍBV2 – Haukar
Víkingur – Selfoss
Fjölnir 2 – Fram
HK2 – Grótta
Akureyri – FH
Akureyri 2 – Valur

UMMÆLI