Akureyri í nýju hjólabrettamyndbandi Red Bull

Orkudrykkjarisinn Red Bull hlóð í gær upp hjólabrettamyndbandi frá Íslandi á heimasíðu sína á þriðjudaginn.

Hjólabrettakapparnir ferðast um Ísland og eftir stutt stopp á Seyðisfirði ,þar sem þeir láta sig renna niður sömu brekku og Ben Stiller í kvikmyndinni Secret Life of Walter Mitty, mæta þeir til Akureyrar.

Á Akureyri má sjá þá sýna listir sínar við Kaupang, andapollinn og í Hjólabrettagarðinum á Akureyri. Brynjar Helgason ungur hjólabrettakappi frá Akureyri segir svo aðeins frá hjólabrettasenunni í bænum.

Myndbandið má sjá með því að smella hér en Akureyrarhlutinn hefst eftir 2 mínútur og 38 sekúndur.

Sambíó

UMMÆLI