KIA

Akureyri og Eyjafjörður verði í fremstu röð þegar kemur að umhverfismálum og náttúruvernd

Akureyri og Eyjafjörður verði í fremstu röð þegar kemur að umhverfismálum og náttúruvernd

Á fundi bæjarstjórnar Akureyrar á dögunum voru rædd málefni Vistorku ehf að ósk Gunnars Gíslasonar úr Sjálfstæðisflokknum  fyrir hönd minnihluta bæjarstjórnar.

Gunnar Gíslason reifaði árangur af starfsemi Vistorku ehf. og ræddi þörf á að skerpa enn frekar hlutverk Vistorku ehf. og áherslur bæjarins í umhverfismálum.

Eftir umræður samþykkti bæjarstjórn ályktun þar sem gert er ráð fyrir fundi með með bæjarfulltrúum, stjórnum og stjórnendum Vistorku ehf., Norðurorku hf. og Moltu ehf. til að ræða stefnumótun til framtíðar í umhverfismálum og starfsemi fyrirtækjanna.

„Akureyrarbær ásamt stofnunum sínum og tengdum fyrirtækjum hefur náð eftirtektarverðum árangri í umhverfismálum. Eitt af því sem stuðlað hefur að þessum árangri sl. ár er stofnun Vistorku ehf. sem er að fullu í eigu Norðurorku hf. Nú eru liðin rúm þrjú ár frá stofnun Vistorku ehf. og því kominn tími til að meta árangur starfs og hvert skal stefna með fyrirtækið og alla umræðu og lausnir í umhverfismálum á Akureyri og í Eyjafirði,“ segir í ályktuninni.

Markmiðið er að Akureyri og Eyjafjörður verði í fremstu röð þegar kemur að umhverfismálum og náttúruvernd.

Sjá einnig:

Akureyri stefnir að því að verða plastpokalaust bæjarfélag

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó