Akureyri og FH skildu jöfn

Mynd: akureyri-hand.is

Sigþór Árni Heimisson. Mynd: akureyri-hand.is

Akureyri og FH skildu jöfn, 24-24, í níundu umferð Olís-deildar karla í KA-heimilinu í kvöld eftir æsispennandi lokamínútur. Fyrir leikinn höfðu Akureyringar aðeins unnið einn leik í deildinni.

Akureyringar byrjuðu leikinn vel en gestirnir náðu yfirhöndinni fljótlega og leiddu leikinn á flestum tölum.

Akureyri gafst hinsvegar ekki upp og náði að jafna leikinn skömmu fyrir leikslok. Raunar fékk Akureyri gott tækifæri til að ná í sigurinn því liðið átti lokasókn leiksins. Þar fóru þeir hinsvegar illa að ráði sínu og skot Karolis Stropus fór langt yfir markið í þann mund sem lokaflautið gall.

Sigþór Árni Heimisson og Stropus voru markahæstir í liði Akureyrar með fimm mörk hvor en sá fyrrnefndi átti afar góðan leik og átti stærstan þátt í því að Akureyri náði að koma til baka.

Markaskorarar Akureyrar:
Sigþór Árni Heimisson 5, Karolis Stropus 5, Friðrik Svavarsson 4, Mindaugas Dumcius 4, Brynjar Hólm Grétarsson 2, Arnþór Gylfi Finnsson 1, Garðar Már Jónsson 1, Patrekur Stefánsson 1, Andri Snær Stefánsson 1.

Markaskorarar FH: Óðinn Þór Ríkharðsson 8, Einar Rafn Eiðsson 6, Arnar Freyr Ársælsson 4, Jóhann Birgir Ingvarsson 4, Ágúst Birgisson 2.

Nú tekur við hlé í Olís-deildinni vegna landsleikja en næsti leikur Akureyrar er þann 10.nóvember þegar Sveinbjörn Pétursson og félagar í Stjörnunni koma í heimsókn í KA-heimilið.

Sambíó

UMMÆLI