Akureyri úr leik í bikarnum eftir naumt tap

Arnar Þór Fylkisson átti góða innkomu í markið. Mynd: Heimasíða Akureyrar Handboltafélags

Arnar Þór Fylkisson átti góða innkomu í markið. Mynd: Heimasíða Akureyrar Handboltafélags

Akureyri Handboltafélag hefur lokið keppni í Coca-Cola bikar karla eftir eins marks tap gegn FH í KA-heimilinu í kvöld. Lokatölur 26-27 fyrir Hafnfirðingum.

FH-ingar höfðu yfirhöndina í leiknum stærstan hluta leiksins, ef frá er talin góð byrjun heimamanna. Það leit út fyrir að FH ætlaði að sigla öruggum sigri í höfn en hetjuleg barátta Akureyringa undir lokin gaf þeim möguleika á að jafna í síðustu sókninni.

Lokasókn Akureyrar var ekki nógu vel útfærð og endaði með skoti Patreks Stefánssonar í varnarmann FH. Akureyri því úr leik og sex leikja hrina án taps á enda.

Patrekur var markahæstur í liði Akureyrar með sjö mörk og næstur kom Róbert Sigurðarson. Tomas Olason varði sjö skot í marki Akureyrar og Arnar Þór Fylkisson átti góða innkomu í markið á lokamínútunum, varði fimm skot og lagði grunninn að góðum lokaspretti Akureyrar.

Markaskorarar Akureyrar: Patrekur Stefánsson 7, Róbert Sigurðarson 5, Igor Kopyshynskyi 3, Kristján Orri Jóhannsson 3, Mindaugas Dumcius 3, Sigþór Gunnar Jónsson 1, Andri Snær Stefánsson 1, Arnþór Gylfi Finnsson 1, Friðrik Svavarsson 1, Arnór Þorri Þorsteinsson 1.

Markaskorarar FH: Óðinn Þór Ríkharðsson 6, Ágúst Birgisson 5, Jóhann Karl Reynisson 5, Gísli Þorgeir Kristjánsson 4, Einar Rafn Eiðsson 3, Jóhann Birgir Ingvarsson 2, Ásbjörn Friðriksson 1, Arnar Freyr Ársælsson 1.

Sambíó

UMMÆLI