Gæludýr.is

Akureyringar beðnir um að spara heita vatnið

Akureyringar beðnir um að spara heita vatnið

Íbúar Akureyrar og nágrennis eru beðnir um að spara heita vatnið og draga úr notkun eins og kostur er í tilkynningu á vef Norðurorku.

Þar segir að gengið hafi þokkalega að halda hitaveitukerfinu gangandi í nótt. Staðan hafi þó smáversnað í morgunsárið. Nú sé rafmagnslaust að hluta í Hörgársveit og vinnslusvæðið á Hjalteyri sé keyrt á varaafli.

Sjá einnig: Ekkert fólksbílafæri á Akureyri

„Varaaflið er ekki eins öflugt og almennt dreifikerfi rafmagns og því náum við ekki að halda magni í birgðatönkum á Akureyri,“ segir í tilkynningunni.

„Það er því ekkert annað í stöðinni en að fólk og fyrirtæki dragi úr notkun á heitu vatni svo kerfin tæmist ekki en það mun valda verulegum vandræðum með lofti í kerfum og tilheyrandi. Neyðarstjórn Norðurorku hefur verið í sambandi við alla stærstu notendur hitaveitunnar og m.a. hefur sundlaugum verið lokað og þær keyrðar niður.“

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó