NTC netdagar

Akureyringar erlendis – Addi Mall og félagar á sigurbraut

Nokkrir norðanmenn stóðu í stórræðum í Evrópuboltanum um helgina.

Fótbolti

Landsliðsfyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson lék allan leikinn á miðju Cardiff þegar liðið beið lægri hlut fyrir QPR í ensku B-deildinni.

Birkir Bjarnason var í byrjunarliði Aston Villa sem lagði Rotherham að velli í sömu deild. Birkir þurfti að yfirgefa völlinn vegna meiðsla í fyrri hálfleik.

Hallgrímur Jónasson lék allan leikinn í hjarta varnarinnar hjá Lyngby sem gerði 1-1 jafntefli við Midtjylland í dönsku úrvalsdeildinni á föstudag.

Haddi og félagar í Lyngby eru í 4.sæti dönsku úrvalsdeildarinnar

Handbolti

Þrír sigurleikir í röð hjá Adda og félögum.

Arnór Þór Gunnarsson og félagar í Bergischer eru á mikilli siglingu í þýsku Bundesligunni þessa dagana því þeir unnu þriðja sigur sinn í röð í gær þegar Bergischer heimsótti Lemgo. Arnór Þór skoraði tvö mörk úr þremur skotum í tveggja marka sigri, 23-25.

Árni Þór Sigtryggsson skoraði þrjú mörk úr sjö skotum þegar Aue steinlá fyrir Lubecke í þýsku B-deildinni. Sigtryggur Daði Rúnarsson komst ekki á blað að þessu sinni.

Þá var Oddur Gretarsson fjarri góðu gamni vegna meiðsla þegar lið hans, Emsdetten, vann sigur á Nordhorn.

UMMÆLI

Sambíó