Gæludýr.is

Akureyringar erlendis – Aron Einar meiddur

Fjölmargir kappleikir fóru fram víða um heim um helgina og voru nokkrir Akureyringar í eldlínunni.

Frábær vika hjá Hallgrími – Aron Einar glímir við smávægileg meiðsli

17-gunnarsson265-3215017_231x264

Aron Einar glímir við meiðsli

Við hefjum yfirferðina í fótboltanum.

Landsliðsfyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson var ekki í leikmannahópi Cardiff þegar liðið vann 2-1 útisigur á Rotherham en fyrrum leikmaður Liverpool, Rickie Lambert, gerði bæði mörk Cardiff. Ástæðan fyrir fjarveru Arons er sú að hann er meiddur í kálfa. Meiðslin eru ekki alvarleg og ætti Aron að vera kominn á ferðina áður en langt um líður.

Annar landsliðsmaður, Birkir Bjarnason, hóf leik á bekknum þegar Basel vann 3-1 útisigur á St.Gallen í svissnesku úrvalsdeildinni. Birkir lék síðustu tíu mínútur leiksins.

Hallgrímur Jónasson kórónaði frábæra viku hjá danska úrvalsdeildarliðinu Lyngby en hann spilaði allan leikinn í hjarta varnarinnar þegar liðið vann 1-0 útisigur á Viborg í gær. Hallgrímur er nýbyrjaður að spila fyrir Lyngby eftir að hafa verið að glíma við meiðsli í upphafi tímabils en liðið hefur nú unnið þrjá 1-0 sigra á innan við viku. Hallgrímur byrjaði tvo þeirra en kom inná sem varamaður í einum.

Haukur Heiðar Hauksson sat allan tímann á varamannabekk AIK þegar liðið gerði 2-2 jafntefli við Elfsborg í sænsku úrvalsdeildinni.

Arnór Atla og félagar óstöðvandi

Það gekk upp og ofan hjá Akureyringum í handboltanum um helgina.

image

Arnór Atlason

Landsliðsmaðurinn Arnór Þór Gunnarsson skoraði fjögur mörk úr sjö skotum þegar Bergischer vann 22-20 sigur á Wetzlar í þýsku Bundesligunni.

Annar landsliðsmaður, Arnór Atlason, gerði tvö mörk fyrir Álaborg þegar liðið vann öruggan útisigur gegn Skanderborg. Lokatölur 24-30 fyrir Álaborg sem er með fullt hús stiga eftir þrjá leiki.

Hornamaðurinn knái, Oddur Gretarsson, skoraði fimm mörk úr sjö skotum í tapi Emsdetten gegn Nordhorn í þýsku B-deildinni en leikurinn endaði 24-23 fyrir Nordhorn.

Í sömu deild voru frændurnir Árni Þór Sigtryggsson og Sigtryggur Daði Rúnarsson í eldlínunni með Aue þegar liðið steinlá fyrir Lubecke, 27-37. Árni skoraði fjögur mörk úr sjö skotum og Sigtryggur Daði eitt mark í þrem skotum.

Rúnar Sigtryggsson þjálfar þýska úrvalsdeildarliðið Balingen en þeir mættu ofjörlum sínum um helgina þegar liðið tapaði fyrir Fuchse Berlin með ellefu marka mun, 31-20.

_1sq3nte

Hallgrímur byrjar frábærlega hjá nýju félagi

Sambíó

UMMÆLI