Akureyringar fái rafræn íbúakort

Akureyringar fái rafræn íbúakort

Ásthildur Sturludóttir, bæjarstjóri Akureyrar, segir að það Stefna hugbúnaðarhús á Akureyri sé um þessar mundir að hanna rafrænt íbúakort fyrir Akureyringa. Hún vonast til þess að að forritið verði tilbúið til afhendingar fyrir áramót. Þetta kemur fram á vef N4.

Hún segir að markmiðið sé að efla rafræna þjónustu og auðvelda íbúum bæjarins að nálgast ýmsar upplýsingar og þjónustu á einum stað. Meðal annars verður hægtað nálgast upplýsingar um snjómokstur og lokanir gatna.

Kortið mun einnig veita íbúum einhverja afslætti og hægt verður að senda ábendingar til bæjarins í gegnum það.

Rætt verður við Ásthildi í Landsbyggðum á N4 næstkomandi fimmtudagsvköld um ýmis málefni Akureyrarbæjar, þar á meðal væntanleg íbúakort.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó