Prenthaus

Akureyringar kjöldregnir að Ásvöllum

Mynd: akureyri-hand.is

Sigþór Árni sneri aftur á handboltavöllinn eftir meiðsli. Mynd: akureyri-hand.is

Akureyri Handboltafélag heimsótti Hauka á Ásvelli í Olís-deild karla í dag en þarna mættust tvö lið sem hafa verið á hörkusiglingu í deildinni að undanförnu.

Heimamenn tóku frumkvæðið strax í byrjun og héldu því allan leikinn en Akureyringum tókst að halda í við þá allan fyrri hálfleikinn. Í seinni hálfleik keyrðu Hafnfirðingar algjörlega yfir Akureyrarliðið og urðu lokatölur 29-19 fyrir Haukum.

Fyrsta tap Akureyrar í deildinni í langan tíma en liðið hefur ellefu stig.

Kristján Orri Jóhannsson var markahæstur í liði Akureyrar með sex mörk og Mindaugas Dumcius kom næstur með fjögur mörk.

Markaskorarar Akureyrar: Kristján Orri Jóhannsson 6, Mindaugas Dumcius 4, Igor Kopyshynskyi 2, Andri Snær Stefánsson 2, Friðrik Svavarsson 2, Sigþór Árni Heimisson 1, Garðar Már Jónsson 1, Arnór Þorri Þorsteinsson 1.

Tomas Olason varði fimm skot og Arnar Þór Fylkisson eitt.

Markaskorarar Hauka: Adam Haukur Baumruk 9, Daníel Þór Ingason 5, Brynjólfur Snær Brynjólfsson 4, Janus Daði Smárason 3, Heimir Óli Heimisson 3, Einar Pétur Pétursson 2, Guðmundur Árni Ólafsson 1, Giedrius Morkunas 1, Þórður Rafn Guðmundsson 1.

Giedrius Morkunas varði átján skot og Grétar Ari Guðjónsson tvö.

 

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó