Prenthaus

Akureyringar í meirihluta í landsliði Íslands

Mynd: sasport.is

Mynd: sasport.is

Jussi Sipponen og Hulda Sigurðardóttir, landsliðsþjálfarar íslenska kvennalandsliðsins í íshokkí hafa valið 27 leikmenn til æfinga og er óhætt að segja að uppistaðan í liðinu séu Akureyringar en minnst fjórtán af þessum leikmönnum spila fyrir Skautafélag Akureyrar um þessar mundir auk þess sem nokkrir brottfluttir Akureyringar eru í hópnum.

Æfingarnar fara fram 20.-22.janúar næstkomandi og verða í Skautahöll Akureyrar.

Er þetta hluti af undirbúningi kvennalandsliðsins sem er að fara að keppa á Heimsmeistaramóti í lok febrúar en mótið verður einmitt haldið á Akureyri.

Sjá einnig: HM í íshokkí haldið á Akureyri

Æfingahópur íslenska kvennalandsliðsins

Alexandra Hafsteinsdóttir

Anna Sonja Ágústsdóttir

Arndís Sigurðardóttir

Berglind Leifsdóttir

Bergþóra Bergþórsdóttir

Birna Baldursdóttir

Diljá Björgvinsdóttir

Elise Marie Valljaots

Eva María Karvelsdóttir

Flosrún Vaka Jóhannesdóttir

Guðlaug Þorsteinsdóttir

Guðrún Marín Viðarsdóttir

Herborg Geirsdóttir

Hrund Thorlacius

Jónína Margrét Guðbjartsdóttir

Karen Þórisdóttir

Katrín Hrund Ryan

Kristín Ingadóttir

Lena Arnarsdóttir

Linda Brá Sveinsdóttir

Thelma Guðmundsdóttir

Ragnhildur Kjartansdóttir

Silvía Rán Björgvinsdóttir

Sunna Björgvinsdóttir

Teresa Snorradóttir

Védís Valdimarsdóttir

Þorbjörg Eva Geirsdóttir

ishokki

Staðan á Íslandsmóti kvenna – Eins og sjá má á þessari mynd hefur Skautafélag Akureyrar ótrúlega yfirburði. Ynjur (YNJ) er yngra lið SA og Ásynjur (ASY) eldra lið SA.

UMMÆLI