Akureyringar öflugir á EM

Akureyringar öflugir á EM

Keppendur úr Íþróttafélaginu Akri tóku þátt í Evrópumeistaramótinu í bogfimi í Króatíu í síðustu viku með góðum árangri. Anna María Alfreðsdóttir náði bestum árangri Akureyringa en hún vann til bronsverðlauna í liðakeppni og náði 9. sæti í einstaklinskeppni.

Trissuboga kvenna liðið, sem Anna var partur af, töpuðu undanúrslitaleiknum gen Bretlandi 234-213. Bretarnir sigruðu úrslitaleikinn í kjölfarið og tryggðu sér gullið gegn Ítalíu. Í einstaklingskeppni trissuboga á EM var Anna slegin út í 16 manna úrslitum af Sarah Prieels frá Belgíu og Anna endaði því í 9 sæti í einstaklingskeppni trissuboga á EM.

Izaar Arnar Þorsteinsson var hársbreidd frá því að næla í bronsverðlaun í liðakeppninni en berboga karla liðið, sem Izaar var partur af, tapaði eftir bráðabana í leik um bronsið gegn Serbíu. Bráðabaninn var sögulegur. Bæði lið fengu rautt spjald fyrir að skjóta utan tíma og töpuðu hæst skorandi örinni sem gaf Serbíu sigurinn. Íslenska liðið endaði því í 4. sæti á EM, sem er hæsta sæti sem Ísland hefur náð til dags í berboga karla.

Í berboga einstaklingskeppni á EM var Izaar endanlega sleginn út í 16 manna úrslitum 6-0 gegn Leo Petterson frá Svíþjóð. Leo er ríkjandi Evrópumeistari frá síðasta EM innandyra árið 2022. Izaar endaði því í 9 sæti í einstaklingskeppni berboga á EM, sem er hæsta niðurstaða íslensks karls á EM í sögu íþróttarinnar hingað til, óháð bogaflokki.

Alfreð Birgisson, faðir Önnu Maríu, endaði í 6. sæti í liðakeppni og 17. sæti einstaklingskeppni. Rakel Arnþórsdóttir endaði í 4. sæti í liðakeppni og 17. sæti einstaklingskeppni. Georg Rúnar Elfarsson endaði í 7. sæti í liðakeppni og 17. sæti einstaklingskeppni. Þá keppti Máni Gautason Presburg á Evrópumeistaramóti U21 innandyra í Varazdin Króatíu þar sem hann endaði í 17. sæti einstaklingskeppni.

Nánari upplýsingar um gengi keppenda er hægt að finna í fréttum á archery.is og bogfimi.is

Izaar Arnar Þorsteinsson náði besta árangri íslensks karls á EM í sögu íþróttarinnar hingað til, óháð bogaflokki.

Sambíó

UMMÆLI