Akureyringar sigursælir á Íslandsmeistaramótinu í frjálsum íþróttum

Akureyringar sigursælir á Íslandsmeistaramótinu í frjálsum íþróttum

Íslandsmeistaramótið í frjálsum íþróttum var haldið á Laugardalsvelli um helgina og lið KFA frá Akureyri var ansi sigursælt.

Glódís Edda Þuríðardóttir sigraði í 400 metra grindahlaupi og Andri Fannar Gíslason í Stangarstökki. Þá hlaut Glódís Edda silfur í 100 metra grindahlaupi og sömuleiðis hlaut Rakel Ósk Björnsdóttir silfur í stangarstökki.

Þá áttu Akureyringar einnig sigurvegara í Spjótkasti karla en Guðmundur Hólmar Jónsson úr UFA sigraði þá grein.

Akureyringurinn Kolbeinn Höður Gunnarsson varð þá Íslandsmeistari í 200 metra hlaupi. Kolbeinn á Íslandsmetið í greininni 20,96 sek frá 2018. Því miður misfórst tímatakan í hlaupinu og því enginn tími mældur í þetta skipti.

Kolbeinn, keppir nú undir merkjum FH en æfir í sumar í æfingahóp KFA-frjálsar hér fyrir norðan. Hann fer í nám til Bandaríkjanna í haust þar sem hann á eftir eitt ár af BS námi sínu í Memphis Tennessee.

Sjá í úrslit úr MÍ í frjálsum utanhúss hér.

UMMÆLI

Sambíó