Akureyringar sigursælir á Special Olympics

Védís Elva ÞorsteinsdóttirMynd: Akureyri.is/Guðrún Karítas Garðarsdóttir

Akureyringarnir Arndís Atladóttir, Fannar Logi Jóhannesson, Helena Ósk Hilmarsdóttir og Védís Elva Þorsteinsdóttir sópuðu að sér verðlaunum á Special Olympics sem lauk í gær í Sameinuðu arabísku furstadæmunum. Frá þessu er greint á vef Akureyrarbæjar.

Arndís fékk brons í 50 metra bringusundi, Fannar Logi hreppti gull í langstökki og brons í 100 metra hlaupi, Helena Ósk fékk brons í 4 x 100 metra hlaupi með félögum sínum og Védís Elva náði silfri í einliðaleik í boccia og bronsi í tvímenningi.

Guðrún Karítas Garðarsdóttir, móðir Védísar Evu, var í skýjunum með árangurinn og framkvæmd mótsins þegar hún talaði við heimasíðu bæjarins.

„Lokahátíð leikanna var í gær og er stórkostlegri hátíð þar með lokið. Þetta hefur verið ótrúleg upplifun, fyrstu Special Olympics leikarnir sem eru haldnir á þessu heimssvæði og prinsinn hér afar stoltur af því hvernig til tókst. Sameining og samhugur þessara leika fær mann til að trúa á hið góða.

Allir keppendur fara í gegnum heilsutékk, heyrn, sjón, tennur og fleira. Margir fara héðan með aukin lífsgæði, til dæmis ný heyrnartæki sem eru ekki sjálfsögð alls staðar í heiminum. Védís kemur heim með ný gleraugu. Allir keppendur, 7.500 talsins, fengu nýja íþróttaskó!“ sagði Guðrún Karítas stödd í Abu Dhabí í samtali við Akureyri.is.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó