Akureyringur í öðru sæti á Íslandsmótinu í póker

15033751_10155986346553973_1745608601_n

Aðalsteinn í eldlínunni

Aðalsteinn Stefnisson lenti í 2. sæti á Íslandsmótinu í póker sem fór fram í Kópavogi um síðastliðna helgi. Guðmundur Vignir stóð uppi sem sigurvegari en hann og Aðalsteinn spiluðu til 4 á aðfaranótt mánudags til að útkljá hver stæði uppi sem sigurvegari.

Mótið stóð yfir í þrjá daga frá 4.-6. nóvember. Spilað var frá 12 um hádegi til 23 um kvöldið fyrstu tvo dagana.

Aðalsteinn er fæddur og uppalinn á Bakkafirði en fluttist til Akureyrar á unglingsárum. Hann útskrifaðist úr Menntaskólanum á Akureyri 2012 og stundar nú nám við Háskólann á Akureyri.

Hann segist hafa spilað póker í langan tíma en af alvöru í um fjögur ár. „Það var hrikalega gaman að spila á íslandsmótinu. Þetta er fyrsta mótið sem ég hef spilað á sem er svona stórt. Ég lærði mikið á því að spila við svona góða einstaklinga sem ég þekkti ekki neitt,“ segir Aðalsteinn í spjalli við Kaffið í dag.

14971905_10155986346568973_1295812637_n

Aðalsteinn Stefnisson

 

UMMÆLI