Aldís Ásta kom KA/Þór í undanúrslit með ótrúlegu markiMynd: ka.is/Egill Bjarni

Aldís Ásta kom KA/Þór í undanúrslit með ótrúlegu marki

Handboltalið KA/Þór tryggði sér í gær sæti í undanúrslitum Íslandsmóts kvenna eftir æsispennandi leik við Hauka. Aldís Ásta Heimisdóttir skoraði sigurmark leiksins beint úr aukakasti eftir að leiktíma var lokið og tryggði KA/Þór 24-23 sigur. KA/Þór vann því einvígið 2-0.

Rut Jónsdóttir var markahæst í liði KA/Þór með níu mörk. Hér að neðan má sjá umfjöllun Stöð 2 um leikinn og ótrúlegt mark Aldísar af Vísi.is.

Sambíó

UMMÆLI