NTC netdagar

Aldís Kara keppti á Heimsmeistarmóti Unglinga í Listhlaupi á skautum

Aldís Kara keppti á Heimsmeistarmóti Unglinga í Listhlaupi á skautum

Aldís Kara Bergsdóttir skautaði um helgina, fyrst íslendinga, á Heimsmeistarmóti Unglinga sem núna stendur yfir í Tallinn í Eistlandi. Keppt var með stuttu prógrami í dag og hafði Aldís dregið rásnúmerið 19 en 48 keppendur voru skráðir til leiks í greininni.

Sýnt var beint frá keppninni á Youtube síðu Alþjóðaskautasambandsins ISU og fylgdist íslenska skautafjölskyldan spennt með um allt land. Reglur eru þannig að af þeim 48 sem hefja leik komast 24 stigahæstu eftir stutta prógramið áfram í frjálsa prógramið sem fer fram á morgun. Aldís steig fyrst á ísinn í sínum upphitunarhópi, sem var sá fjórði í Junior ladies (unglingaflokki kvenna).

Íslenska liðið hefur verið í Tallinn síðan síðastliðinn mánudag og hefur Aldís haft góðan tíma til að venjast aðstæðum og ekki síst að vera undir stöðugu vökulu auga myndavéla sem og stærð skautahallarinnar sem keppt er í. Í prógraminu í dag voru plönuð þrjú stökkelement, þrjú spinn element og sporasamsetning. Það eru svo erfileikastig elementanna og gæðin sem þau eru framkvæmd á sem ákvarða stigin eftir fyrirfram ákveðinni stigatöflu útgefinni af ISU.

Aldís opnaði með góðum tvöföldum Axel á plús og tveimur spinnum á Level3 áður en hún skellti sér í þrefalt Salchow í samsetningu með tvöföldu Toeloop. Skyldustökk í junior í ár er Loop og er val um að hafa það tvöfalt eða þrefalt og reyndi okkar kona þrefalt í dag sem hún kláraði með glæsibrag þrátt fyrir að eilítið vantaði upp á snúninginn á því. Þegar stökkin voru komin í hús kýldi Aldís með krafti á sporasamsetninguna sem hún fékk dæmda á Level3 og lokaði svo prógraminu með Level4 samsettum spinn.

Sannarlega glæsileg frammistaða hjá henni á þessari frumraun hennar á Heimsmeistarmóti Unglinga sem um leið er frumraun Íslands á mótinu. Stigin sem hún fékk fyrir voru 44.85 og jafnaði hún næstum því stigamet sitt frá Reykjavik International Games í janúar s.l.

Þetta nægði þó ekki til að komast í frjálsa prógramið á morgun þar sem konurnar í dag voru hver af annarri að fá há stig og var cut-off inn í 24. kvenna hópinn um 50 stig. Samt sem áður er þetta frábær byrjun fyrir Aldísi á Heimsmeistaramóti og gríðarlega stórt skref í íslenskri skautasögu.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó