Prenthaus

Aldís Kara leggur skautana á hilluna

Aldís Kara leggur skautana á hilluna

Aldís Kara Bergsdóttir, listskautari og íþróttakona Akureyrar undanfarin þrjú ár, hefur tilkynnt um ákvörðun sína að leggja listskautana á hilluna. Aldís greindi frá ákvörðuninni á Facebook síðu sinni.

Aldís er aðeins 19 ára en hefur þegar átt frábæran feril sem listskautari. Hún er til að mynda fyrsti íslenski skautarinn til að ná lágmörkum inn á Heimsmeistaramót unglinga og Evrópumeistaramót fullorðna.

„Ég er svo ótrúlega stolt af öllu sem ég hef áorkað, að ná þeim markmiðum að vera fyrsti íslenski skautarinn til að ná lágmörkum inn á Heimsmeistaramót unglinga og Evrópumeistaramót fullorðna og að vera valin íþróttakona Akureyrar síðast liðin 3 ár. Þetta eru draumar sem litlu Aldísi hefði aldrei dottið í hug að hún myndi ná,“ skrifar Aldís á Facebook.

Hún þakkar öllum þeim sem hafa veitt henni stuðning í gegnum árin, þjálfurum, fjölskyldu og vinum. Þá þakkar hún Skautasambandinu og Skautafélagi Akureyrar fyrir stuðning.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó