Aldís Kara þreytti frumraun sína á EM fyrst Íslendinga

Aldís Kara þreytti frumraun sína á EM fyrst Íslendinga

Akureyringurinn Aldís Kara Bergsdóttir braut blað í sögu íslenskra skautaíþrótta í dag þegar hún skautaði fyrst Íslendinga á Evrópumóti fullorðinna í listhlaupi sem fram fer í Tallinn í Eistlandi.

Í morgun keppti hún í skylduæfingum á mótinu en alls 36 keppendur í kvennaflokki taka þátt. 24 efstu komast svo áfram og keppa í frjálsa prógraminu á laugardag. Þrátt fyrir góða frammistöðu Aldísar í dag er talið ólíklegt að hún komist áfram.

Aldís Kara fékk þann heiður að byrja keppnina í kvennaflokki. Hún fékk einkunnina 42.23 og var nálægt sínum besta árangri, 45.5 sem hún náði í haust á Finlandia Trophy þar sem hún tryggði sér þátttökurétt á Evrópumótinu.

Hér að neðan má sjá brot úr frammistöðu hennar

UMMÆLI