Færeyjar 2024

Aldrei fleiri í einangrun vegna Covid á Norðurlandi eystra

Aldrei fleiri í einangrun vegna Covid á Norðurlandi eystra

Fjöldi Covid smitaðra einstaklinga á Norðurlandi eystra hefur aldrei verið meiri en í dag. 144 eru í einangrun í umdæminu og þar af 116 á Akureyri. Enginn er þó innlagður á Covid deild Sjúkrahúsins á Akureyri í augnablikinu.

Í gær voru tekin tæplega 700 sýni á HSN og má reikna með svipuðum fjölda í dag samkvæmt upplýsingum frá Lögreglunni á Norðurlandi eystra. Í tilkynningu lögreglunnar segir að það sé jákvætt að fjöldi fólks sé að losna úr sóttkví.

Á vef Akureyrarbæjar segir að eftir því sem næst verði komist séu nú 62 nemendur og 9 starfsmenn í grunnskólum bæjarins í einangrun með Covid-19.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó