Aldrei meiri umferð á milli Eyjafjarðar og Þingeyjarsveitar í júlí

Aldrei meiri umferð á milli Eyjafjarðar og Þingeyjarsveitar í júlí

Umferð í nýliðnum júlí á milli Eyjarfjarðar og Þingeyjarsveitar hefur aldrei verið meiri en í ár. Alls voru farnar yfir 127 þúsund ferðir í heild sem jafngildir um 4.100 ferðir á dag í júlímánuði. Þetta kemur fram í tilkynningu Vaðlaheiðarganga.

Þar segir að þetta séu um ellefu prósent fleiri ferðir en í júlí 2019. Hlutfall ferða í gegnum Vaðlaheiðargöng í ár sé 74 prósent en í júlí 2019 hafi það verið 69 prósent.

95.150 ferðir voru farnar í gegnum göngin í júlí 2021 en 32.969 fóru Víkurskarð.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó