ÁLFkonur í Lystigarðinum á Akureyri

ÁLFkonur í Lystigarðinum á Akureyri

Ljósmyndahópurinn ÁLFkonur stendur fyrir útisýningu á ljósmyndum við Café Laut, í Lystigarðinum á Akureyri í sumar. ÁLFkonur er félagsskapur kvenna sem hafa ljósmyndun að áhugamáli og hafa starfað saman frá sumrinu 2010.

Þetta er þrítugasta samsýning hópsins og sú tíunda í Lystigarðinum á Akureyri. Sýnendur að þessu sinni eru : Agnes Heiða Skúladóttir, Berglind H. Helgadóttir, Guðný Pálína Sæmundsdóttir, Guðrún K. Valgeirsdóttir, Hafdís G.  Pálsdóttir, Halla S. Gunnlaugsdóttir, Helga H. Gunnlaugsdóttir, Helga Haraldsdóttir, Hrefna Harðardóttir, Inga Dagný Eydal, Kristjana Agnarsdóttir, Lilja Guðmundsdóttir, Linda Ólafsdóttir, Margrét Elfa Jónsdóttir.

Sýningin er opin á opnunartíma Lystigarðsins milli kl. 8.00 og 22.00 (kl. 9-22 um helgar) og stendur fram á haust.

Nánar er hægt að fylgjast með á:

 https://www.facebook.com/alfkonur

https://www.instagram.com/alfkonur/

https://www.facebook.com/alfkonurilystigardinum

UMMÆLI