ÁLFkonur með sýningu í Lystigarðinum

ÁLFkonur með sýningu í Lystigarðinum

ÁLFkonur munu setja upp ljósmyndasýningu í Lystigarðinum á Akureyri í 6. skipti í sumar. Ljósmyndirnar verða staðsettar á útisvæðinu við Café Laut. Sýningin er tileinkuð Björgvini Steindórssyni sem féll frá á síðasta ári. Björgvin var fyrrum forstöðumaður Lystigarðsins.

ÁLFkonur hafa starfað saman frá árinu 2010. Þetta er 21. sýningin sem þær setja upp saman. Sýningin mun standa fram yfir Akureyrarvöku til loka ágústmánaðar.

ÁLFkonur eru eftirfarandi: Agnes Heiða Skúladóttir, Berglind H. Helgadóttir, Guðný Pálína Sæmundsdóttir, Guðrún K. Valgeirsdóttir, Gunnlaug Friðriksdóttir, Halla S. Gunnlaugsdóttir, Helga H. Gunnlaugsdóttir, Helga Haraldsdóttir, Hrefna Harðardóttir, Kristjana Agnarsdóttir, Lilja Guðmundsdóttir, Linda Ólafsdóttir og Margrét Elfa Jónsdóttir.

Þær halda úti Facebook síðu þar sem þær eru duglegar að setja inn ljósmyndir og þar má sjá upplýsingar um viðburði. Facebook síðuna má sjá hér.

Sambíó

UMMÆLI