Alfreð er bikarmeistari og í þriðja sæti á World Series Open heimslista

Alfreð er bikarmeistari og í þriðja sæti á World Series Open heimslista

Bikarmótaröð Bogfimisambands Íslands (BFSÍ) 2022-2023 lauk í gær á síðasta bikarmóti BFSÍ á tímabilinu. Alfreð Birgisson úr ÍF Akur á Akureyri var krýndur bikarmeistari BFSÍ í trissubogaflokki á mótinu.

Ásamt titlinum fá allir bikarmeistarar BFSÍ 50 þúsund krónur í verðlaunafé. Þeim stendur til boða að fá þær greiddar út eða að nota þær upp í kostnað sinn við þátttöku í innlendum mótum eða landsliðsverkefna.

Niðurstöður Bikarmóta BFSÍ eru einnig tengd við World Series Open innandyra mótaröð heimssambandins (World Archery). Alfreð Birgisson er í 3. sæti trissuboga karla á heimslista World Series Open sem stendur. Anna María Alfreðsdóttir (dóttir Alfreðs) er í 2. sæti í opnum flokki og 1. sæti í U21 trissuboga kvenna, en þau voru bæði nýlega valin íþróttafólk ársins hjá BFSÍ.

Feðginin slógu bæði Íslandsmet utandyra með sama skori 683 í karla og kvenna á síðasta ári og unnu bæði Íslandsmeistaratitla innandyra og utandyra í trissuboga karla og kvenna á síðasta ári.

UMMÆLI

Sambíó