Alfreð og Anna María fara á EM í Slóveníu

Alfreð og Anna María fara á EM í Slóveníu

Feðginin Alfreð Birgisson og Anna María Alfreðsdóttir eru hluti af íslenska hópnum sem mun taka þátt í Evrópumótinu í bogfimi í Laško í Slóveníu 13-20 febrúar næstkomandi. Alfreð og Anna María koma bæði úr íþróttafélaginu Akri á Akureyri.

Alfreð mun keppa í trissuboga karla og Anna María í trissuboga kvenna í undir 21 árs flokki. „50 þjóðir eru aðilar að Evrópusambandinu og geta tekið þátt á EM. Gert er ráð fyrir ágætu gengi Íslands á þessu móti, sérstaklega í liðakeppni, þar sem gert er ráð fyrir því að mörg lið muni komast í úrslit eða fjórðungsúrslit mótsins miðað við tölfræði fyrri móta. Sérstaklega er vert að horfa til liða í trissuboga kvenna U21 og opnum flokki (fullorðinna). Talið er mögulegt að bæði lið gætu komist í undanúrslit mótsins og gætu jafnvel krækt í verðlaun á EM, en það mun fara eftir dagsformi keppenda,“ segir í umfjöllun um mótið á vef archery.is.

Sambíó

UMMÆLI