Alfreð þýskur bikarmeistari í fimmta sinn

Sigursælasti þjálfari Þýskalands á þessari öld

Akureyringurinn Alfreð Gíslason bætti enn einum titlinum við safn sitt í dag þegar lið hans, Kiel, bar sigurorð af Flensburg í úrslitaleik þýska bikarsins í handbolta.

Leikurinn var jafn og spennandi framan af en þegar á leið tóku Kiel öll völd á vellinum og unnu að lokum öruggan sex marka sigur, 29-23. Króatíski snillingurinn Domagoj Duvnjak var markahæstur í liði Kiel með sjö mörk.

Alfreð er sigursælasti þjálfari Þýskalands á þessari öld en þetta er í fimmta skipti sem hann gerir Kiel að bikarmeisturum síðan hann tók við stjórnartaumunum hjá félaginu sumarið 2008.

Þar fyrir utan hefur Alfreð sjö sinnum unnið þýsku deildina sem þjálfari, einu sinni með Magdeburg og sex sinnum með Kiel.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó