Prenthaus

„Allir eru að gera sitt besta“

„Allir eru að gera sitt besta“

Akureyrarbær hefur birt upplýsingar um snjómokstur í bænum á vef sínum. Fjöldi tækja er í notkun á vegum bæjarins og verktaka eftir snjókomu síðustu sólarhringa.

Stígamokstur er í fullum gangi og verið er að moka stíga samkvæmt forgangskorti. Allar götur í fyrsta forgangi eru færar og er áfram unnið samkvæmt forgangskorti. Þegar búið er að moka götur í forgangi verður farið í að moka íbúðargötur. Smelltu hér til að skoða upplýsingar um vetrarþjónustu Akureyrarbæjar og vinnureglur sem gilda um snjómokstur.

„Ljóst er að það mun taka nokkurn tíma að hreinsa götur og stíga bæjarins eftir snjókomu síðustu daga. Allir eru að gera sitt besta og kappkosta að hreinsun stíga og gatna verði lokið sem fyrst. Nú gildir að sýna þolinmæði og tillitssemi,“ segir í tilkynningu á vef bæjarins.

UMMÆLI

Sambíó