Allt að 40% dýrara að vera í ræktinni á Akureyri en í Reykjavík

Allt að 40% dýrara að vera í ræktinni á Akureyri en í Reykjavík

Í byrjun hvers árs fyllast allar líkamsræktarstöðvar af fólki sem er staðráðið í því að breyta um lífsstíl og byrja að hreyfa sig reglulega. Við Akureyringar erum ekki á flæðiskeri stödd þegar kemur að því að finna heppilega staði til að hreyfa okkur á.

Á Akureyri eru starfræktar fjölmargar líkamsræktarstöðvar sem bjóða upp á flotta aðstöðu. Það er hins vegar alls ekki ókeypis að gerast meðlimur í þessum stöðvum. Við á Kaffinu ákváðum að kanna þessi verð og bera þau saman við verð á sambærilegum líkamsræktarstöðvum á höfuðborgarsvæðinu en verðskrár eru mjög aðgengilegar á heimasíðum stöðvanna.

Þær stöðvar sem við könnuðum verðið hjá eru annars vegar Bjarg og Átak á Akureyri og hins vegar Reebok Fitness og World Class í Reykjavík.

Skoðað var verð árskorti og eins sjá má, á tölunum hér að neðan, er munurinn talsverður. Mestur var verðmunurinn á Bjargi á Akureyri og Reebok Fitness en það er 27.930 kr. ódýrara að kaupa árskort hjá Reebok en á Bjargi. Verðin sem gefin eru upp á heimasíðum stövanna má sjá hér að neðan.

Þá er rétt að taka fram að á Bjargi er í boði að kaupa árskort sem gildir eingöngu í tækjasal gegn vægara gjaldi en Átak býður ekki upp á slíkt.

Ef reiknað er meðalverð út frá þessum stöðvum má sjá að meðalverð á Akureyri er 92.450 krónur en 74.990 í Reykjavík. Það segir okkur að samkvæmt þessari óformlegu könnun er rúmlega 23% dýrara að vera í ræktinni hér norðan heiða.

Akureyri
Bjarg- 98.000 kr.
Átak – 86.900 kr.

Reykjavík
Reebok – 70.080 kr.
World Class – 79.900 kr.

UMMÆLI

Sambíó