Allt sem er frábært Í Hofi

Allt sem er frábært Í Hofi

Allt sem er frábært verður sýnt í Menningarhúsinu Hofi 11. og 12. október. Verkið fær fólk til að hlæja þar til það skilur loks hvers vegna það grætur. Hvernig bregst ungur sonur við myrkum hugsunum móður sinnar? Hann býr auðvitað til lista yfir allt sem er frábært í heiminum og gerir lífið þess virði að lifa því.

Valur Freyr Einarsson stendur einn á sviðinu í hlutverki manns sem gerir atlögu að depurðinni og lífsleiðanum, með aðstoð áhorfenda og listann góða að vopni, og segir í leiðinni hrífandi sögu af ást, sorg og ís með dýfu.

Sýningin var tilnefnd til þriggja Grímuverðlauna árið 2019; sýning ársins, Ólafur Egill Egilsson sem leikstjóri ársins og Valur Freyr Einarsson sem leikari ársins í aðalhlutverki.

Allt sem er frábært er gestasýning Borgarleikhússins. Miðasala er í fullum gangi á mak.is.

UMMÆLI