Prenthaus

Allur ágóði af leik Þórs og KA rennur til Hollvinasamtaka SAK

Erkifjendurnir Þór og KA mætast í úrslitaleik Kjarnafæðismótsins í fótbolta og fer leikurinn fram í Boganum föstudaginn 3.febrúar næstkomandi.

Kjarnafæðismótið er haldið af Knattspyrnudómarafélagi Norðurlands og hafa dómararnir ákveðið að selja inn á úrslitaleikinn en hingað til hefur ekki verið selt inn á leiki mótsins.

Allur aðgangseyrir mun renna til góðs málefnis því í yfirlýsingu dómarafélagsins segir að ágóðinn muni renna óskertur til Hollvinasamtaka SAK.

KA-menn unnu þrjá af fjórum leikjum sínum í riðlinum en töpuðu fyrir Magna frá Grenivík. Markatala KA í leikjunum fjórum er 20-4. Þórsarar unnu alla leiki sína í riðlinum og enda með markatöluna 13-5.

Dagskrá helgarinnar í Kjarnafæðismótinu

Föstudagur 5.febrúar
Þór-KA kl. 21:00 Úrslitaleikur

Laugardagur 6.febrúar
Völsungur-Magni kl. 21:00 Leikur um 3.sæti

Sunnudagur 7.febrúar
Fjarðabyggð-KA 3 kl. 18:00 Leikur um 9.sæti
KF-Leiknir F. kl. 20:00 Leikur um 5.sæti
KA 2-Þór 2 kl. 22:00 Leikur um 7.sæti

Allir leikirnir fara fram í Boganum.

 

UMMÆLI