Almar Alfreðsson verkstýrir Jónsmessuhátíðar, Listasumri og Akureyrarvöku

Almar Alfreðsson vöruhönnuður

Almar Alfreðsson vöruhönnuður hefur verið ráðinn til að sinna verkefnastjórnun Jónsmessuhátíðar, Listasumars og Akureyrarvöku í samvinnu við Akureyrastofu og Listasafnið á Akureyri. Almar er menntaður vöruhönnuður frá Listaháskóla Íslands og hefur unnið sjálfstætt frá árinu 2012 við ýmis hönnunarverkefni. Eitt af hans þekktustu verkum eru litríkar lágmyndir af Jóni Sigurðssyni sem heita Jón í lit.

Ævintýrið byrjar á Jónsmessuhátíðinni þann 23. júní með sólarhringshátíð og við tekur svo með pompi og prakt setning Listasumars laugardaginn 24. júní en það stendur yfir í allt sumar og lýkur á afmælishátíð Akureyrarbæjar, Akureyrarvöku 26. – 27. ágúst.

Undirbúningur ævintýrisins er í fullum gangi og ýmislegt nýtt og spennandi á dagskrá auk fastra liða. Í vikunni verður til að mynda auglýst eftir umsóknum um styrki fyrir áhugaverðar og skemmtilegar hugmyndir að hverskyns viðburðum sem og listasmiðjum fyrir börn.  Allir góðir hugmyndasmiðir eru hvattir til að sækja um í gegnum heimasíðuna Listasumar.is auk þess sem hægt er að senda skemmtilegar hugmyndir og vangaveltur fyrir þessar hátíðir á netföngin jonsmessa@akureyri.is og listasumar@akureyri.is

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó