Alþingiskosningar 25. september á AkureyriÁ Akureyri verður kosið í VMA

Alþingiskosningar 25. september á Akureyri

Akureyrarbæ verður skipt í tólf kjördeildir í Alþingiskosningunum sem fara fram næsta laugardag, 25. september. Tíu kjördeildir verða á Akureyri, ein í Hrísey og ein í Grímsey. 

Á Akureyri verður kjörstaður í Verkmenntaskólanum á Akureyri, í Hrísey verður kjörstaður í Hríseyjarskóla og í Grímsey verður kjörstaður í Félagsheimilinu Múla. Kjörfundur hefst á Akureyri, í Hrísey og í Grímsey kl. 9:00 og lýkur eigi síðar en klukkan 22:00.

Á vef bæjarins er kjósendum í Hrísey og Grímsey bent á að kjörstað kann að vera lokað fyrr að uppfylltum skilyrðum 89. gr. laga nr. 24/2000 um kosningar til Alþingis. Kjósendur eru því hvattir til að mæta á kjörstað fyrir kl. 17:00. Kjörstaðir í Hrísey og Grímsey verða þó að lágmarki opnir til kl. 17:30 nema að allir á kjörskrá hafi kosið fyrir þann tíma.

Kjósendum ber að sýna persónuskilríki eða önnur kennivottorð á kjörfundi. Þá eru kjósendur beðnir um að gæta að smitvörnum, handspritt verður við innganga á kjörstað og öllum kjósendum gert að spritta hendur áður en farið er inn í kjördeildir.

Upplýsingar um hvaða kjördeild Akureyringar eiga að kjósa í er að finna á  www.skra.is. Upplýsingar fást með því að slá inn kennitölu.


UMMÆLI

Sambíó