Gæludýr.is

Alþjóða kvennakaffi á laugardaginn

Laugardaginn 7. apríl verður „Alþjóða kvennakaffi“ haldið á kaffihúsinu Orðakaffi á Amtsbókasafninu kl. 12 og 14. Um er að ræða dagskrá kvenna sem hafa hist einn laugardag í mánuði undir heitinu Alþjóða kvennakaffi.

Zane Brikovska á Alþjóðastofunni á Akureyri segir frá því hvað þær gera, Katrín Björg Ríkarðsdóttir framkvæmdastjóri Jafnréttisstofu segir frá starfi sínu, þær Alexandra Zaglewski og Khairieh El Hariri verða með stafræna frásögn, Jutta Knur leiðir fólk í dans og loks syngur Alyona Saievych úkranískt þjóðlag.

Alþjóða kvennakaffi er skemmtilegur vettvangur fyrir konur til að kynnast bænum sínum og hver annarri.

Allir eru velkomnir.


Mynd og frétt: akureyri.is

UMMÆLI