Origo Akureyri

Alþjóðastofa fær styrk til að vinna að aðlögun innflytjenda

Fulltrúi Alþjóðastofu á Akureyri, Zane Brikovska, ásamt Ágústi Hirti Ingþórssyni, forstöðumanni Erasmus+ á Íslandi. Mynd: akureyri.is

Alþjóðastofa Akureyrarbæjar fékk þann 30. ágúst styrk frá Erasmus+ verkefni Evrópusambandsins að upphæð 258.138 evrur (um 33 milljónir króna) til 30 mánaða á sviði fullorðinsfræðslu.

Styrkurinn fæst til að mæta kostnaði við verkefnið LINGUA+ sem snýst um nýjungar í tungumálakennslu og miðar að aðlögun innflytjenda að menningu þeirra landa sem þeir flytjast til og aukinni þátttöku þeirra í fullorðinsfræðslu. Verkefninu er ætlað að bæta tungumálakennslu fyrir innflytjendur og flóttafólk til að auðvelda samfélagsþátttöku þeirra.

Þau lönd sem taka þátt í þessu verkefni auk Íslands eru Bretland, Ítalía, Tékkland og Kýpur. „Í öllum þessum löndum er þörfin fyrir öfluga fullorðinsfræðslu og tungumálakennslu hin sama. Fulltrúar frá þessum löndum hafa mikla reynslu á þessu sviði og hafa hlotið ýmsar viðurkenningar fyrir starf sitt. Þeir munu leggja allt kapp á að deila reynslunni sín á milli,“ segir á vef Akureyrarbæjar.

Sambíó

UMMÆLI