Alþjóðlegur baráttudagur kvenna á Akureyri

Mynd: Heimasíða Háskólans á Akureyri

Á alþjóðlegum baráttudegi kvenna, fimmtudaginn 8. mars, verður haldinn hádegisfundur í anddyri Borga við Norðurslóð á vegum Zonta-klúbbanna á Akureyri og Jafnréttisstofu. Húsið verður opnað kl. 11.30 og dagskráin hefst kl. 11.55.

Kastljósinu verður beint að viðbrögðum íþróttahreyfingarinnar við #MeToo-byltingunni. Fundarstjóri verður Ragnheiður Runólfsdóttir ólympíufari og sundþjálfari og Halla Bergþóra Björnsdóttir lögreglustjóri á Norðurlandi eystra ávarpar fundinn.

Frummælendur:

  • Viðar Sigurjónsson skrifstofustjóri ÍSÍ á Akureyri: Íþróttir í öruggu umhverfi
  • Anna Soffía Víkingsdóttir Judokona og sérfræðingur hjá RHA: #MeToo, áhrif byltingar

Aðgangseyrir er 1.000 kr. og léttar veitingar innifaldar. Allur aðgangseyrir rennur óskiptur til Aflsins.

Gestir eru hvattir til að taka með sér fundargest af gagnstæðu kyni.


UMMÆLI