Alvarlegt slys í dimmiteringu MAMynd: Akureyrarbær.

Alvarlegt slys í dimmiteringu MA

Alvarlegt slys átti sér stað á Akureyri í gær þegar stúlka slasaðist í dimmiteringu útskriftarnema við Menntaskólann á Akureyri. Frá þessu er greint á vef Vikudags.

Stúlkan klemmdist á milli þegar lokað var hlera á vagni sem var í eftirdragi. Bíllinn var ekki á ferð þegar atvikið átti sér stað.

Samkvæmt frétt Vikudags var stúlkan flutt til Reykjavíkur til aðhlynningar en er ekki í lífshættu. Jón Már Héðinsson, skólameistari Menntaskólans á Akureyri, segir í samtali við Vikudag að nemendur og starfsfólk séu öll harmi slegin vegna atviksins en um að algjört óhapp hafi verið að ræða.

Misskilningur hafi ollið slysinu en engin fíflalæti hafi verið í gangi. Uppákomur Menntaskólans á Akureyri eru áfengislausar og því var ekkert áfengi um hönd.

Nánar má lesa um málið á vef Vikudags með því að smella hér.

UMMÆLI

Sambíó