NTC netdagar

Amabadama og SinfoníaNord koma saman – „Útkoman er alveg hreint mögnuð“

Mynd:Kristjana Margrét

Sinfóníuhljómsveit Norðurlands og reggí hljómsveitin Amabadama koma fram saman á tónleikum í Hofi þann 4. febrúar. Þetta verða stærstu tónleikar Amabadama til þessa.

Í fronti hljómsveitarinnar Amabadama eru þau Gnúsi Yones, Salka Sól og Steinunn Jóns. Hljómsveitin hefur verið á flugi síðan að lagið Hossa hossa kom út árið 2014. Platan sem fylgdi í kjölfarið sló í gegn og fjöldi laga á þeirri breiðskífu endaði á fyrstu sætum vinsældalistanna.

Kaffið.is sló á þráðinn til Steinunnar Jónsdóttur, söngkonu hljómsveitarinnar en hún er gríðarlega spennt fyrir verkefninu og hlakkar til að koma norður.
„Við þrjú,(Steinunn, Salka og Gnúsi) verðum í essinu okkar og við erum eiginlega í þessu öllu saman og vonum að sem flestir komi og njóti með okkur. Útkoman er alveg hreint mögnuð.“

Sinfóníuhljómsveit Norðurlands og reggí hljómsveitin Amabadama

Margir ráku upp stór augu þegar viðburðurinn var auglýstur fyrst og veltu fyrir sér hvernig reggie tónlist færi saman við klassíska tónlist.
„Það kom okkur eiginlega dálítið á óvart hversu vel það fer saman! Þetta er vissulega enn þá reggí í grunninn og svo er þessum klassísku hljóðfærum bætt ofan á og útkoman er alveg hreint mögnuð! Kammerkórinn Aurora verður líka með okkur á tónleikunum en hann skipa um 20 ungar konur á aldrinum 16-25 ára. Þær eru enn eitt kryddið sem að bætir bara bragðið á þessari framandi súpu.“

 

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó