Andrea Björg sigraði í Latte art keppni á Akureyri

Andrea Björg sigraði í Latte art keppni á Akureyri

Sunnudaginn 27. nóvember fór fram Latte art keppni á LYST í Lystigarðinum á Akureyri þar sem öllum baristum var boðið að taka þátt.

Keppnin fór þannig fram að tveir keppendur gerðu sinn fallegasta bolla og dómnefnd dæmdi annan úr leik og hinn áfram í næstu umferð.

Það var hún Andrea Björg frá LYST sem bar sigur úr bítum. Í kjölfarið var leikin önnur umferð upp á 2. sætið. Þá stóð Sean, barþjónn frá suður Kóreu sem er á ferðalagi um Ísland, uppi sem sigurvegari af þeim sem eftir voru.

Í dómnefnd voru Vala Stefansdóttir eigandi Kvörn, Ída Irene Oddsdóttir frá Arctic Challenge og Rannveig Einarsdóttir. Keppnin var styrkt af Omnom, MS, Ölgerðinni, Heiðu haframjólk, Reykjavík roasters, Kvörn og LYST.

Stefnt er að því að hafa keppnina árlega og verður spennandi að sjá hver hlýtur Latte art meistari Norðurlands á næsta ári.

UMMÆLI

Sambíó