Andrea og Anna Rakel með U19 til Ungverjalands

Anna Rakel er önnur frá vinstri og Andrea Mist önnur frá hægri.

Þórður Þórðarson, landsliðsþjálfari U19 ára kvenna í fótbolta hefur valið landsliðshóp sem leikur tvo vináttulandsleiki gegn Ungverjum ytra 11. og 13. apríl.

Í hópnum eru tveir Akureyringar en það eru þær Andrea Mist Pálsdóttir og Anna Rakel Pétursdóttir sem báðar leika lykilhlutverk hjá Þór/KA.

Þær stöllur eru sömuleiðis í lykilhlutverki hjá U19 ára landsliðinu en Andrea á alls 25 landsleiki að baki fyrir yngri landslið Íslands og Anna Rakel 19.

Hópurinn í heild sinni

Elma Mekkín Dervic Avaldnes
Telma Ívarsdóttir Breiðablik
Selma Sól Magnúsdóttir Breiðablik
Kristín Dís Árnadóttir Breiðablik
Guðrún Gyða Haraldz Breiðablik
Melkorka Katrín Pétursdóttir FH
Rannveig Bjarnadóttir FH
Kristín Þóra Birgisdóttir Fylkir
Thelma Lóa Hermannsdóttir Fylkir
Ásdís Karen Halldórsdóttir KR
Ingibjörg Valgeirsdóttir KR
Mist Þormóðsdóttir Grönvold KR
Dröfn Einarsdóttir Grindavík
Margrét Eva Sigurðardóttir HK/Víkingur
Ísabella Eva Aradóttir HK/Víkingur
Eva María Jónsdóttir Valur
Andrea Mist Pálsdóttir Þór/KA
Anna Rakel Pétursdóttir Þór/KA

Sambíó

UMMÆLI