Andrésar Andar leikunum frestað

Andrésar Andar leikunum frestað

Ákveðið hefur verið að fresta Andrésar Andarleikunum í ár til 13.-15. maí. Fyrsti keppnisdagur verður því 13. maí og fellur hann á Uppstigningardag. Þetta kemur fram í tilkynningu.

„Forsendur þess að hægt verði að halda leikana eru að sjálfsögðu að skíðasvæði verði opin og að samkomutakmörkunum verði lyft. Endanleg ákvörðun verður tekin 7-10 dögum fyrir þessa nýju dagsetningu.Með von um betri tíð,“ segir í tilkynningu á Facebook síðu Andrésar Andar leikanna.

Leikarnir áttu að hefjast 22. apríl næstkomandi en ákveðið hefur verið að fresta þeim um þrjár vikur vegna sóttvarnarreglna.

UMMÆLI

Sambíó