Prenthaus

Andrésarleikunum aflýstMynd: Pedromyndir.

Andrésarleikunum aflýst

Töluverð óvissa hefur ríkt um Andrésandar leikana 2021 í takt við samkomutakmarkanir. Tilkynning barst rétt í þessu um að ákvörðun liggi nú fyrir, leikunum er búið að fresta í ár.
Upprunalega stóð til að leikarnir myndu hefjast á morgun, 21. apríl en vegna samkomutakmarkana var þeim frestað fram í maí. Í síðustu viku var hins vegar ákveðið aftur að halda leikana á upprunalegri dagsetningu í ljósi tilslakana og opnun Hlíðarfjalls á ný. Í ljósi nýrra smita í samfélaginu mældu Almannavarnir og sóttvarnarlæknir gegn því að leikarnir yrðu haldnir. hætta á smitum væri of mikil m.v. það ástand sem ríkir í landinu.

Trúðu því fram á síðustu stundu að hægt yrði að halda leikana

,,Það ríkir mikil sorg hjá aðstandendum Andrésar andar leikanna að hafa aftur í ár þurft að aflýsa leikunum. Og nú á allra síðustu stundu. Undanfarna daga og allt fram á síðustu stundu hefur framkvæmdanefnd leikanna leitað leiða í samráði við sóttvarnaryfirvöld, heilbrigðisráðuneytið, Almannavarnir, bæjaryfirvöld, ÍSÍ, SKÍ og SKA til að hægt verði að halda leikunum til streitu í samræmi við gildandi reglur,“ segir m.a. í tilkynningunni en hana má lesa í heild sinni hér að neðan.

ANDRÉSARLEIKUNUM 2021 AFLÝST!Það ríkir mikil sorg hjá aðstandendum Andrésar andar leikanna að hafa aftur í ár þurft að…

Posted by Andrésar Andar leikarnir on Tuesday, April 20, 2021

UMMÆLI

Sambíó