Skemmtikrafturinn Andri Ívars verður með uppistandstónleika á kaffihúsinu LYST í Lystigarðinum á Akureyri næstkomandi laugardag. Andri mun flytja glænýtt efni og segir skemmtilegt að það muni eiga sér stað í hans heimabæ.
Andri Ívars hefur skemmt með uppistandshópnum Mið-Ísland, komið fram á Áramótaskopi Ara Eldjárns og var um árabil meðlimur dúettsins Föstudagslögin með Stefáni Jakobssyni söngvara þungarokkshljómsvetarinnar Dimmu. Dúettinn flutti grín í bland við „akústískar“ útsetningar af þekktum lögum.
Í Lystigarðinum mun Andri gera hinum ýmsu stílum tónlistar góð skil með gítarinn að vopni í bland við hefðbundið uppistand.
Nánari upplýsingar um viðburðinn má nálgast á Facebook með því að smella hér. Miðasala fer fram á tix.is.
UMMÆLI