Andri Snær hættir sem þjálfari KA/ÞórMynd: ka.is

Andri Snær hættir sem þjálfari KA/Þór

Andri Snær Stefánsson hefur tilkynnt stjórn KA/Þórs að hann muni láta staðar nema og hætta þjálfun á liði meistaraflokks félagsins. Andri Snær hefur stýrt meistaraflokki KA/Þórs undanfarin þrjú tímabil. Þetta kemur fram á vef KA.

Á fyrsta tímabili liðsins undir stjórn Andra, veturinn 2020-2021, skrifaði liðið söguna upp á nýtt í kvennahandboltanum á Akureyri en stelpurnar hömpuðu sínum fyrstu stóru titlum er liðið varð Íslandsmeistari, Bikarmeistari, Deildarmeistari auk þess að vera Meistari Meistaranna og var því handhafi allra stóru titlanna í handboltanum á sama tíma.

„Við þökkum Andra Snæ kærlega fyrir samstarfið undanfarin ár og hans ómetanlega starf við að lyfta kvennahandboltanum hér fyrir norðan upp á enn hærra plan,“ segir í tilkynningu KA en á vef félagsins má sjá ítarlegri umfjöllun um þjálfaraferil hans með KA/Þór.

UMMÆLI