Anna Hildur ræðir um fíkn: „Því yngri sem þú byrjar því meiri líkur eru á að þú lendir í vanda”

Fjölmiðlaskólinn á Akureyri er námskeið á vegum Akureyrarbæjar í samstarfi við Vinnuskólann. Ungmenni úr 8.bekk í skólum bæjarins koma saman og fá fræðslu um helstu grunnatriði fjölmiðlunnar og myndbandsgerðar. Eftir það þurfa þau að standa á eigin fótum og semja sitt eigið efni undir leiðslu starfsmanna Vinnuskólans.

Þema fyrstu viku Fjölmiðlaskólans var fíkn, áfengi og vímuefni. Krakkarnir í skólanum undirbjuggu og unnu sjálf viðtal við Önnu Hildi Guðmundsdóttur, áfengis- og vímuefnaráðgjafa hjá Akureyrarbæ.

Anna Hildur vann hjá SÁÁ frá árinu 2005 til ársins 2016 en hún byrjaði að vinna þar eftir meðferð hjá þeim árið 2003.

„Mig langaði svolítið til þess að kynnast þessu starfi og það er svo gaman að geta hjálpað fólki. Nú vinn ég við það sama hjá Akureyrarbæ,” segir Anna.

Horfðu á þáttinn Talað um fíkn hér að neðan

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó