Anna María vann bronsverðlaun í Slóveníu

Anna María vann bronsverðlaun í Slóveníu

Akureyringurinn Anna María Alfreðsdóttir vann til bronsverðlauna í trissuboga á Veronicas Cup í bogfimi í dag þar sem hún keppti fyrir Íslands hönd. Anna María er fyrsta trissuboga konan frá Íslandi til þess að sigra verðlaunin.

Anna mætti Stefania Merlin frá Lúxembourg í brons úrslitum mótsins og sigraði viðureignina 142 – 130.

Veronicas Cup var fyrsta landsliðsverkefni Bogfimisambands Íslands utandyra árið 2022. Mótið er haldið í Slóveníu.

Anna María átti einnig góðan dag á mótinu í gær. Hún sló Íslandsmetið í trissuboga kvenna opnum flokki fullorðinna og U21, og sló landsliðsmet með kvennaliðinu í trissuboga í opnum flokki og U21. Anna var í fjórða sæti í undankeppni einstaklinga, tók gullið með kvennaliðinu í trissuboga og var í 6. sæti í blandaðri liðakeppni.

UMMÆLI

Sambíó