Anna Rakel og Andrea spiluðu sinn fyrsta A-landsleik

Andrea Mist, Sandra María og Anna Rakel

Ísland og Noregur mættust í vináttuleik á La Manga á Spáni í dag. Þrír Akureyringar voru í byrjunarliði Íslands. Anna Rakel Pétursdóttir spilaði sinn fyrsta landsleik. Þá voru þær Sandra María Jessen og Rakel Hönnudóttir einnig í byrjunarliðinu.

Fanndís Friðriksdóttir kom Íslendingum yfir snemma í leiknum. Synne Sofie Kinden Jensen jafnaði metinn fyrri Noreg skömmu fyrir hálfleik. Hún var svo aftur á ferðinni eftir klukkutíma leik þegar hún kom Noregi yfir 2-1. Engin fleiri mörk voru skoruð og leiknum lauk því með sigri Noregs.

Andrea Mist Pálsdóttir kom inn á fyrir Ísland þegar um 20 mínútur voru eftir af leiknum. Þetta var fyrsti landsleikur Andreu.

 


UMMÆLI